Læknar fresta verkfalli Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 13:35 Læknafélag Íslands ætlar að boða til verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur löglegan og virðist þar með viðurkenna að hafa staðið ólöglega að fyrri verkfallsboðun. Steinunn Þórðardóttir er formaður LÍ. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent