Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2024 09:03 Barkley hoppar aftur á bak yfir Jarrion Jones, varnarmann Jaguars, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Elsa/Getty Images „Þetta er það besta sem ég hef séð,“ segir Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, um magnaða takta hlauparans Saquon Barkley í 28-23 sigri Arnanna á Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöld. Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts NFL Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Taktar Barkleys hafa farið sem eldur um sinu á samfélags- og fréttamiðlum frá því í gær. Hann sneri þá af sér einn varnarmann og hoppaði svo yfir þann næsta, aftur á bak, áður en hann hélt áfram leið sinni. „Það munu krakkar í Philadelphiu, og um allt land, reyna þetta næstu daga. Það mun ekki takast. Ég held að hann sé sá eini í heiminum sem er fær um þetta. Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sirianni enn fremur. Fólk í stúkunni stóð upp og klappaði fyrir Barkley eftir atvikið og aðrir sáust líta hvor á annan í sjokki. SAQUON BARKLEY IS NOT OF THIS WORLD.📺: #JAXvsPHI on CBS/Paramount+📱: https://t.co/waVpO909ge pic.twitter.com/UtCENDw6no— NFL (@NFL) November 3, 2024 „Þetta var klikkað. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði liðsfélagi Barkleys, útherjinn DeVonta Smith. Aðspurður um taktana stóð Barkley ekki á svörum. Almættið ætti hrós skilið frekar en hann sjálfur. „Ég þarf að þakka Guði. Ég ætla ekki að ljúga, ég held að Guð hafi gefið mér hæfileika til að spila þessa stöðu og hafi blessað mig með ákveðinni eðlishvöt. Stundum þarftu að sleppa þér, og leyfa Guði og eðlishvötinni að ráða för,“ sagði Barkley í viðtali eftir leik. Eagles hafa unnið sex af átta leikjum sínum í deildinni og sitja í öðru sæti í austurriðli NFC hluta deildarinnar, á eftir Washington Commaders sem unnu sinn leik í gær og hafa unnið sjö af níu. Commanders hafa ekki byrjað tímabil svo lengi í háa herrans tíð. Öll úrslit gærdagsins má sjá að neðan. Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
Úrslit gærkvöldsins í NFL-deildinni: Atlanta Falcons 27-21 Dallas Cowboys Baltimore Ravens 41-10 Denver Broncos Buffalo Bills 30-27 Miami Dolphins Carolina Panthers 23-22 New Orleans Saints Cincinnati Bengals 41-24 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 10-27 Los Angeles Chargers New York Giants 22-27 Washington Commanders Tennessee Titans 20-17 New England Patriots Arizona Cardinals 29-9 Chicago Bears Philadelphia Eagles 28-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 14-24 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-26 Los Angeles Rams Minnesota Vikings 21-13 Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira