Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Arngrímur Anton Ólafsson vann annað keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arngrímur Anton Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar stóð uppi sem sigurvegari á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Glæsileg tilþrif sáust á Bullseye á laugardagskvöldið. Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira
Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira