Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:30 Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun