Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar 12. nóvember 2024 07:31 Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun