6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun