Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 12. nóvember 2024 14:51 2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar