Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 21:15 Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Sigríður María Egilsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun