Þetta staðfestir Ari Brynjólfsson, starfsmaður félagsins, í samtali við Vísi. Hann segir að samningurinn nái yfir um það bil níu af hverjum tíu hjúkrunarfræðingum landsins.
Samningar hafi verið lausir síðan í apríl en deilunni hafi aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara. Félagið skrifaði undir skammtímasamning til eins árs í fyrra eins og svo mörg stéttarfélög en nýi samningurinn gildir til fjögurra ára.