Handbolti

Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Valencia í leik með íslenska landsliðinu en hann var ekki með í síðasta landsliðshóp.
Stiven Valencia í leik með íslenska landsliðinu en hann var ekki með í síðasta landsliðshóp. Getty/Tom Weller

Stiven Valencia og félagar í Benfica héldu sigurgöngu sinni áfram í portúgalska handboltanum í kvöld.

Benfica vann þá tíu marka sigur á Madeira, 35-25, en liðið var í næsta sæti á eftir Benfica í töflunni.

Benfica menn voru sex mörkum yfir í hálfleik, 18-12, og unnu seinni hálfleikinn síðan með fjórum mörkum, 17-13.

Stiven Valencia skoraði bæði mörkin sín í leiknum í seinni hálfleiknum.

Markahæstur hjá liðinu var Alexis Borges með átta mörk en Ole Rahmel skoraði sex mörk.

Benfica hefur unnið tólf sigra í röð í öllum keppnum þar af átta sigra í röð í deildinni.

Liðið er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Orra Frey Þorkelssyni og félögum í Sporting sem eiga reyndar leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×