Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2024 07:54 Myndin er lýsandi fyrir bardagann. Hægur Tyson kemur ekki höggi á Paul. Tayfun Coskun/Anadolu via Getty Images YouTube-stjarnan Jake Paul fagnaði sigri í umdeildum hnefaleikabardaga við 58 ára gamlan Mike Tyson í Arlington í Texas í nótt. Þar gekk á ýmsu. 70 þúsund manns voru saman komin á heimavelli Dallas Cowboys til að sjá bardagann. Netflix sýndi beint frá viðburðinum sem er á meðal stærri hnefaleikaviðburða sögunnar. Upphitunarbardagar fyrir þann stóra milli Paul og Tyson hófust klukkan eitt í nótt en strax þá fundu einhverjir fyrir hökti eða slökum gæðum í útsendingu streymisveitunnar. Margur ætlaði sér að stilla inn í morgunsárið þegar kom loks að aðalbardaganum um klukkan fimm en lentu í vandræðum. Netþjónar Netflix virðast hreinlega ekki hafa ráðið við álagið og margir sem sátu eftir með sárt ennið og gátu ekki séð bardagann. Takk Netflix pic.twitter.com/TCL6jmv1ln— Henry Birgir (@henrybirgir) November 16, 2024 Tyson var þá kokhraustur í viðtali áður en látalætin hófust þegar hann var tekinn tali í búningsherbergi sínu. Hann sagðist ætla að vinna grimmilegan sigur áður en hann sneri sér við og rasskinnar hans blöstu við. Mike Tyson's pre-fight interview got real cheeky. #PaulTyson pic.twitter.com/xPR3L0R9C0— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Bardaginn var og hefur verið umdeildur. Hann átti upprunalega að fara fram í sumar en var frestað vegna magasárs sem Tyson glímdi við. Tyson var margfaldur heimsmeistari í þungavigt á níunda áratugnum en hætti hnefaleikaiðkun endanlega fyrir tæpum tveimur áratugum. Í þann mund sem andstæðingur hans Jake Paul var að fæðast, árið 1997, háði Tyson frægan bardaga við Evander Holyfield þar sem Tyson beit í eyra Holyfields. A ringside look at #PaulTyson 👀 pic.twitter.com/WZlzvJ7gKX— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Það varð svo að hinn 27 ára gamli Paul, samfélagsmiðlastjarna sem sneri sér að hnefaleikum fyrir um sex árum síðan, hafði óumflýjanlega betur gegn gamla manninum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. Einhverjir aðdáendur í stúkunni höfðu yfirgefið svæðið þegar loks kom að því að dómarar dæmdu Paul 80-72, 79-73 og 79-73 sigur. Paul heiðraði Tyson eftir bardagann og sagði mikinn heiður að fá að deila hringnum með þeim gamla. Um er að ræða ellefta sigur Pauls á atvinnumannaferli hans en hans eina tap var gegn Tommy Fury í fyrra. Jake Paul praises Mike Tyson: "He's the GOAT" #PaulTyson pic.twitter.com/AhEBA5Ojoj— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Tyson vildi ekki gefast upp og ekki hægt að kalla það annað en óþægilegt augnablik þegar Tyson kallaði á yngri bróður Pauls, Logan, og sagðist vilja berjast aftur. Tapið er það sjöunda í 57 bardögum Tysons á ferli sem nær aftur til 1985. Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira
70 þúsund manns voru saman komin á heimavelli Dallas Cowboys til að sjá bardagann. Netflix sýndi beint frá viðburðinum sem er á meðal stærri hnefaleikaviðburða sögunnar. Upphitunarbardagar fyrir þann stóra milli Paul og Tyson hófust klukkan eitt í nótt en strax þá fundu einhverjir fyrir hökti eða slökum gæðum í útsendingu streymisveitunnar. Margur ætlaði sér að stilla inn í morgunsárið þegar kom loks að aðalbardaganum um klukkan fimm en lentu í vandræðum. Netþjónar Netflix virðast hreinlega ekki hafa ráðið við álagið og margir sem sátu eftir með sárt ennið og gátu ekki séð bardagann. Takk Netflix pic.twitter.com/TCL6jmv1ln— Henry Birgir (@henrybirgir) November 16, 2024 Tyson var þá kokhraustur í viðtali áður en látalætin hófust þegar hann var tekinn tali í búningsherbergi sínu. Hann sagðist ætla að vinna grimmilegan sigur áður en hann sneri sér við og rasskinnar hans blöstu við. Mike Tyson's pre-fight interview got real cheeky. #PaulTyson pic.twitter.com/xPR3L0R9C0— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Bardaginn var og hefur verið umdeildur. Hann átti upprunalega að fara fram í sumar en var frestað vegna magasárs sem Tyson glímdi við. Tyson var margfaldur heimsmeistari í þungavigt á níunda áratugnum en hætti hnefaleikaiðkun endanlega fyrir tæpum tveimur áratugum. Í þann mund sem andstæðingur hans Jake Paul var að fæðast, árið 1997, háði Tyson frægan bardaga við Evander Holyfield þar sem Tyson beit í eyra Holyfields. A ringside look at #PaulTyson 👀 pic.twitter.com/WZlzvJ7gKX— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Það varð svo að hinn 27 ára gamli Paul, samfélagsmiðlastjarna sem sneri sér að hnefaleikum fyrir um sex árum síðan, hafði óumflýjanlega betur gegn gamla manninum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. Einhverjir aðdáendur í stúkunni höfðu yfirgefið svæðið þegar loks kom að því að dómarar dæmdu Paul 80-72, 79-73 og 79-73 sigur. Paul heiðraði Tyson eftir bardagann og sagði mikinn heiður að fá að deila hringnum með þeim gamla. Um er að ræða ellefta sigur Pauls á atvinnumannaferli hans en hans eina tap var gegn Tommy Fury í fyrra. Jake Paul praises Mike Tyson: "He's the GOAT" #PaulTyson pic.twitter.com/AhEBA5Ojoj— Netflix (@netflix) November 16, 2024 Tyson vildi ekki gefast upp og ekki hægt að kalla það annað en óþægilegt augnablik þegar Tyson kallaði á yngri bróður Pauls, Logan, og sagðist vilja berjast aftur. Tapið er það sjöunda í 57 bardögum Tysons á ferli sem nær aftur til 1985.
Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira