Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2024 10:14 David Lynch reykti frá því hann var átta ára ogþar til hann var 76 ára. tæp sjötíu ár. Nú er hann hættur. Getty „Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri. Lynch greindi frá því í ágúst að hann hefði greinst með lungnaþembu, langvinnan lungnasjúkdóm sem einkennist af mæði og hóstum. „Ég verð að segja, ég naut þess mjög mikið að reykja og ég elska tóbak - lyktina af því, að kveikja í sígarettum, að reykja þær - en maður geldur þessa nautn dýrum dómi, og minn dómur er lungnaþemba. Ég hef nú verið reyklaus í tvö ár. Nýlega gekk ég undir mörg próf og góðu fréttirnar eru þær að ég er í frábæru formi fyrir utan lungnaþembuna. Ég er fullur af hamingju og ég mun aldrei setjast í helgan stein,“ skrifaði hann í færslu á X (áður Twitter). Ladies and Gentlemen,Yes, I have emphysema from my many years of smoking. I have to say that I enjoyed smoking very much, and I do love tobacco - the smell of it, lighting cigarettes on fire, smoking them - but there is a price to pay for this enjoyment, and the price for me is…— David Lynch (@DAVID_LYNCH) August 5, 2024 Nú hvetur hinn 78 ára Lynch aðra til að hætta líka og segir sjálfan sig vera forvörn fyrir aðra. Í viðtali við People í vikunni greindi hann frá því að hann þurfi viðbótarsúrefni fyrir flestallt sem hann geri. „Þú deyrð eftir viku ef þú hættir ekki“ Lynch lýsir því hvernig hann reyndi að hætta „mörgum, mörgum sinnum, en þegar eitthvað varð krefjandi fékk ég mér þessa fyrstu sígarettu og það var ferð aðra leið til himnaríkis.“ Þá hafi verið auðvelt að byrja að reykja upp á nýtt. Árið 2020 greindist Lynch síðan með lungnaþembu en þrátt fyrir það gat hann ekki hætt að reykja. Það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem honum tókst það. Hann segist hafa séð teikn á lofti „og þau sögðu ,Þú deyrð eftir viku ef þú hættir ekki'.“ Síðan þá hefur honum gengið vel að halda sér reyklausum og þakkar meðal annars innhverfri íhugun sinni sem hann hefur stundað í tugi ára. Lynch reykir sígarettu á frumsýningu Twin Peaks: The Return á Cannes árið 2017.Getty Sér ekki eftir reykingunum „Ég gat varla hreyft mig án þess að taka andköf. Eini möguleikinn var að hætta,“ segir Lynch sem er fjögurra barna faðir, þar af eru þrjú þeirra orðin fullorðin en það yngsta er hin tólf ára Lula. Það er því til mikils að lifa. Hann stendur reyndar í skilnaði við móður hennar, Emily Stofle sem er fjórða eiginkona hans. Þessa dagana fer Lynch lítið út úr húsi til að forðast sýkingar sem gætu gert sjúkdóminn verri. Fyrir vikið er nær ómögulegt fyrir hann að leikstýra á staðnum. Hann segist þó vera opinn fyrir því að fjarleikstýra í framtíðinni. Hann segist þó ekki sjá eftir reykingunum: „Þetta var mikilvægt fyrir mig. Ég óska þess sem hver fíkill óskar sér: að það sem við elskum sé gott fyrir okkur.“ Hollywood Bandaríkin Heilsa Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Lynch greindi frá því í ágúst að hann hefði greinst með lungnaþembu, langvinnan lungnasjúkdóm sem einkennist af mæði og hóstum. „Ég verð að segja, ég naut þess mjög mikið að reykja og ég elska tóbak - lyktina af því, að kveikja í sígarettum, að reykja þær - en maður geldur þessa nautn dýrum dómi, og minn dómur er lungnaþemba. Ég hef nú verið reyklaus í tvö ár. Nýlega gekk ég undir mörg próf og góðu fréttirnar eru þær að ég er í frábæru formi fyrir utan lungnaþembuna. Ég er fullur af hamingju og ég mun aldrei setjast í helgan stein,“ skrifaði hann í færslu á X (áður Twitter). Ladies and Gentlemen,Yes, I have emphysema from my many years of smoking. I have to say that I enjoyed smoking very much, and I do love tobacco - the smell of it, lighting cigarettes on fire, smoking them - but there is a price to pay for this enjoyment, and the price for me is…— David Lynch (@DAVID_LYNCH) August 5, 2024 Nú hvetur hinn 78 ára Lynch aðra til að hætta líka og segir sjálfan sig vera forvörn fyrir aðra. Í viðtali við People í vikunni greindi hann frá því að hann þurfi viðbótarsúrefni fyrir flestallt sem hann geri. „Þú deyrð eftir viku ef þú hættir ekki“ Lynch lýsir því hvernig hann reyndi að hætta „mörgum, mörgum sinnum, en þegar eitthvað varð krefjandi fékk ég mér þessa fyrstu sígarettu og það var ferð aðra leið til himnaríkis.“ Þá hafi verið auðvelt að byrja að reykja upp á nýtt. Árið 2020 greindist Lynch síðan með lungnaþembu en þrátt fyrir það gat hann ekki hætt að reykja. Það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem honum tókst það. Hann segist hafa séð teikn á lofti „og þau sögðu ,Þú deyrð eftir viku ef þú hættir ekki'.“ Síðan þá hefur honum gengið vel að halda sér reyklausum og þakkar meðal annars innhverfri íhugun sinni sem hann hefur stundað í tugi ára. Lynch reykir sígarettu á frumsýningu Twin Peaks: The Return á Cannes árið 2017.Getty Sér ekki eftir reykingunum „Ég gat varla hreyft mig án þess að taka andköf. Eini möguleikinn var að hætta,“ segir Lynch sem er fjögurra barna faðir, þar af eru þrjú þeirra orðin fullorðin en það yngsta er hin tólf ára Lula. Það er því til mikils að lifa. Hann stendur reyndar í skilnaði við móður hennar, Emily Stofle sem er fjórða eiginkona hans. Þessa dagana fer Lynch lítið út úr húsi til að forðast sýkingar sem gætu gert sjúkdóminn verri. Fyrir vikið er nær ómögulegt fyrir hann að leikstýra á staðnum. Hann segist þó vera opinn fyrir því að fjarleikstýra í framtíðinni. Hann segist þó ekki sjá eftir reykingunum: „Þetta var mikilvægt fyrir mig. Ég óska þess sem hver fíkill óskar sér: að það sem við elskum sé gott fyrir okkur.“
Hollywood Bandaríkin Heilsa Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira