Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:16 Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun