Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun