Þá sótti Kansas lið Buffalo Bills heim. Leikir liðanna í gegnum tíðina hafa verið stórkostlegir og engin breyting varð á því í nótt. Buffalo vann afar dramatískan sigur, 30-21.
Það var leikstjórnandi Bills, Josh Allen, sem kláraði leikinn með ótrúlegum hætti. Liðið var á fjórðu tilraun og átti tvo jarda eftir til þess að fá endurnýjun.
Liðið aðeins tveimur stigum yfir og rúmar tvær mínútur eftir af klukkunni. Vallarmark hefði gert það að verkum að liðið væri aðeins fimm stigum yfir og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, hefði getað unnið leikinn með snertimarki.
Put the team on his back. @JoshAllenQB
— NFL (@NFL) November 18, 2024
📺: #KCvsBUF on CBS/Paramount+
📱: https://t.co/waVpO8ZBqG pic.twitter.com/8kbW3A8o5y
Bills vildi alls ekki koma sér í þá stöðu og lét því vaða á fjórðu tilraun. Það var frábær hugmynd því Allen hljóp með boltann rúma 30 jarda alla leið inn í endamarkið og kláraði dæmið.
Einhverjir sáu fyrir sér að Chiefs færi ósigrað í gegnum tímabilið en það hefur aðeins einu sinni verið gert. Það var lið Miami Dolphins árið 1972 sem gerði það. Enn er bið á að einhver leiki það afrek eftir.
Úrslit helgarinnar:
Philadelphia - Washington 26-18
Chicago - Green Bay 19-20
Detroit - Jacksonville 52-6
Tennessee - Minnesota 13-23
Miami - Las Vegas 34-19
New England - LA Rams 22-28
New Orleans - Cleveland 35-14
NY Jets - Indianapolis 27-28
Pittsburgh - Baltimore 18-16
Denver - Atlanta 38-6
San Francisco - Seattle 17-20
Buffalo - Kansas City 30-21
LA Chargers - Cincinnati 34-27
Í nótt:
Dallas - Houston