„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:41 Breki, Halla og Ólafur eru sammála um að málsmeðferð við breytingar á búvörulögum hafi verið slæm. samsett Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10