Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Framsóknarflokkurinn Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun