Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun