Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 12:32 Daniel Dubois rotaði Anthony Joshua á Wembley í september og er heimsmeistari í þungavigt. Getty/Bradley Collyer Hnefaleikakappinn Daniel Dubois, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðið Jake Paul í hringinn eftir að Paul hafði betur gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson á föstudaginn. Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter. Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter.
Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17