Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar 20. nóvember 2024 07:45 Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Arna Magnea Danks Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun