Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að vextir á verðtryggðum lánum hafi hækkað í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Vísir/Arnar Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki. Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki.
Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent