Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar 21. nóvember 2024 15:15 Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar