Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar 21. nóvember 2024 16:02 Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun