Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 08:45 Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar