Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar 22. nóvember 2024 10:16 Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun