Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar