Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 16:32 Mark Warner er leiðtogi leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrrverandi forsetjóri fjarskiptafyrirtækis. Getty/Kent Nishimura Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum. Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum.
Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira