Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 18:45 Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun