Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:31 Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun