Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:16 Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Námslán Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun