Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:16 Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Námslán Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum erlendis vex í augum að kjósa utan kjörfundar, sérstaklega þegar kosningar bera að með jafn stuttum fyrirvara og nú. Eðlilega, það geta fylgt því miklar flækjur að finna út úr því hvar og hvað skuli kjósa, og koma atkvæði sínu til Íslands. Þá getur líka reynst freistandi að sleppa því bara að kjósa, kúpla sig út úr brjálæðinu sem á sér stað á Íslandi og njóta þess að búa erlendis, stunda jafnvel nám og leyfa látunum að gerast í heimi utan við sig. Hefur það yfir höfuð mikil áhrif á okkur sem lærum erlendis hver er í ríkisstjórn á Íslandi? Stjórnmál á Íslandi hafa heilmikið um kjör okkar að segja. Þó þú sért í námi erlendis er rödd þín í Alþingiskosningum á Íslandi samt sem áður mikilvæg! Kosningar eru þitt tækifæri til að móta framtíð Íslands í málefnum sem hafa áhrif á framtíð þína, fjölskyldu þína og heimaland þitt. Hvert atkvæði hefur áhrif á framtíð menntunar, loftslagmála, heilbrigðisþjónustu og fleira. Með því að kjósa átt þú þátt í því að tryggja að stjórnvöld mæti þörfum okkar allra og móti samfélagið að okkur. Ég biðla til námsmanna erlendis að ganga að kjörborðinu, hafið uppi á næsta kjörræðismanni, heimsækið næsta sendiráð og komið atkvæði ykkar til skila. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur tekið saman upplýsingar um ferlið á sine.is í von um að einfalda námsmönnum erlendis að kjósa. Þar munu einnig birtast viðtöl við fulltrúa flokkanna sem sitja fyrir svörum um málefni sem varða námsmenn erlendis. Hvað skiptir þig máli? ●Breyttar reglur í kringum skattlagningu námsstyrkja? ●Lengri framfærslutími námslána? ●Bætt styrkjakerfi hjá Menntasjóði námsmanna? ●Skiptir þig kannski miklu máli að greiða úr stjórnsýsluhindrunum sem blasa við fjölskyldum sem flytja aftur til Íslands? ●Eða eru það stjórnsýsluhindranirnar sem bregða fyrir þig fæti á meðan námi stendur? ●Breytt viðmiðunartímabil fyrir tekjutengingu fæðingarorlofs svo upphæðir miði ekki við þann tíma sem þú varst í námi? ●Eru sjúkratryggingar þér sérstaklega hugleiknar? ●Hærri skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna? Svo þér sé fært að fara í draumaskólann? Það er margt sem gerist í íslenskum stjórnmálum sem hefur bein áhrif á tækifæri og aðstæður Íslendinga sem velja að sækja sér menntun utan landsteinanna. Samband íslenskra námsmanna erlendis starfar að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. Höfundur er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun