Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:23 Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Dómsmál Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun