Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:42 Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun