Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:00 Það var svo sorglegt að lesa reynslu kvenna frá Ghana um upplifun þeirra á viðhorfum til sín vegna húðlitar. Þær eru jafnmikilvægar mannverur og hver önnur og þetta með húðlitar fóbíu þarf að enda í heiminum. Jörðin er jafnstór og hún var. En möguleikar til að sjá og upplifa meira af heiminum eru mun meiri og auðveldari, en var fyrr á tímum. Ég sé að það eru einstaklingar hvaðan æva að sem hafa orðið ástfangnir af landinu. Það er hugsanlegt að það hafi meira að gera við sálarþörfina fyrir sálar reynslu safnið að upplifa og læra að lifa í slíku umhverfi, frekar en það sé veðrið sem heilli. Fyrir þau er svo mikilvægt að læra málið. Ég skil mikilvægi þess vel að ná að geta talað við þau sem hafa búið í landinu í langan tíma og koma frá þeim sem námu landið. Fyrir mig sem hef búið í enskumælandi landi öll þessi ár og var sæmilega mellufær í því þegar ég kom hingað, eins og sagt var í þá daga. Og þó að ég sé almennt ansi góð í málinu, eru enn orð sem tungan nær ekki réttu hljóði fyrir. Það segir mér að það er mun meira falið í að verða góður að tala það mál. Það er ekki alltaf nóg að kunna orðin sem á við um hvaða mál sem það væri, sem manneskja kemur til á jörðu. Hljóð stafa á hverju máli, þó að þau líti eins út á blaði. Hljóma ekki eins í neinum tveim tungumálum. Hér í Ástralíu voru frí námskeið í töluðu máli, þegar ég kom hingað árið 1987. Og var ég heilluð af tónheyrn kennarans. Hún hafði heyrn sem var einstök. Hún hváði aldrei við neinn af þeim rúmlega tuttugu einstaklingum frá jafnmörgum málum og hljóðum sem voru í stofunni. Enginn þurfti að endurtaka orð sín. Íslensk stjórnvöld þurfa að setja slíkt upp. Ef þau vilja að þeir sem þau ákveði að vera tilbúin og viljug til að taka inn í landið, nái að verða alvöru hluti af samfélaginu. Hér hef ég auðvitað líka heyrt hreim næstum allra tungumála jarðar. Og séð alla tóna húðlita sem skaparinn gaf mannverum fyrir það umhverfi sem hópurinn kom til á jörðu varðandi magn sólar og annarra atriða þar. Hversu marga getur hvert land tekið svo að vel sé? Svo er það þetta með þörf fyrir fjölgun Ég skil þau vel á Íslandi sem telja að það þurfi að fara varlega í að taka við innflytjendum hvort sem þau eru flóttafólk, eða einstaklingar að velja landið af öðrum ástæðum. Af því að landið er lítið, og hnattstaða þess er ekki væn fyrir að skapa alla þá fæðu sem mannverur þurfa að borða til að nærast á, á landinu. Svo að þá verður að flytja það inn frá þeim löndum sem rækta og búa til meira, en þjóðin á staðnum þarf að halda í. Sá veruleiki skapar sitt vandamál. Ef stjórnvöld vilja fjölgun eru fæðingar ungbarna ekki eina lausnin. Ég sé að sumir stjórnmálamenn heims og á Íslandi telja að konur séu ekki eins frjóar í dag, af því að það eru ekki eins mörg börn að fæðast. Það að þeir tali þannig, sýnir að þeir séu úr tengslum við veruleika nútímans. Og þá staðreynd að það eru of margar mannverur hér á jörðu núna. Það er sérkennilegt viðhorf. Af því að konur hafa haft aðgang að getnaðarvörnum og svo þungunarrofi í mörg ár. Þær skilja lífið betur og hvað þær vilja og eigi að gera við líf sitt, en margar konur fyrri kynslóða. Og þá í heimi þar sem svo mikið meira er í boði, en var fyrir formæður þeirra. Þær bíða líka eftir að finna innan frá hvort að barneignir verði hluti af lífi þeirra eða ekki. Konur sem gátu sjaldan ráðið yfir getnuðum og urðu að láta líkamann sjá um hvað hann gæti skapað frá kynmökum við maka þegar hann var til staðar. Margar þeirra myndu hafa viljað fæða færri börn. Og hafa auðveldara líf. Konur í dag sjá að það eru svo margskonar tækifæri fyrir líf sitt til að njóta hæfileika sinna. Ég vissi samt um tvær konur sem höfðu fæðst árin 1890 og þar um kring sem hafði tekist að hafa stjórn á þessu, og menn þeirra verið tillitsemir. Svo að þau fengu bara fimm börn hver. Þegar foreldrar þeirra höfðu neyðst til að reyna að afla lífsviðurværis handa tíu til tuttugu börnum sínum en neyðst til að senda þau hingað og þangað í fóstur vegna fátæktar. Fátækt sést því miður hjá fólki á landinu í dag. Það skapar áskorun um ný viðhorf til mannvera á jörðu. Og þörfina að hugsa upp á nýtt hvernig heilbrigðast væri að jafna offjölgun í sumum löndum við minni fjölgum í öðrum. Síðan er það staðreyndin að lífskjörin í dag bjóða ekki upp á að foreldri geti verið heima með börnum sínum fyrstu árin. Sem er vegna aukinnar dýrtíðar. Mun fleiri konur hafa menntun að baki sem þær vilja njóta að vinna við, og deila þekkingu sinni með heiminum. Það gæti kostað börnin þeirra vanrækslu. Það eru svo mörg atriði um að setja börn í heiminn. Veruleiki sem aldrei var talað um á mínum tíma. Viðhorfin voru þá eins og það væri skylda okkar,. á við sauðfé og kýr að við poppuðum þeim út á hverju ári. Og það án þess að hafa haft þá upplifun að þrá það innan frá í okkar eigin tíma. Unga kynslóðin er í raun að sýna hinar ýmsu afleiðingar af því. Ég þekki sjálf of vel afleiðingar slíkrar frekju. Og skildi dýpri kost þess allt of seint. Það á ekki að segja neinni konu að hún verði, eða eigi að eignast börn.. Mæðra þráin kemur að innan þegar það gerist, ef það gerist. Ísland er eitt af ótal löndum heims en minna en önnur Svo er það hin nýja meðvitund um breytt ástand jarðar sem sé að hlýna. Svo eru það auknar steinsteypu-væðingar víða um heim sem eru að smá drepa mikilvægar verur sýnilegar eins og stærri dýr og svo skordýr ofan á og undir grasi og jarðvegi. Ótal dýr eru í útrýmingarhættu vegna ójafnvægisins á milli mannfjölda og þess að virða ekki að dýrin eru á jörðu af ástæðu og í tilgangi. Tilgangi sem við mannverur náum ekki endilega að skilja allt af. En þau hafa samt tilgang og rétt þó að þau séu því miður ekki fær um að berjast fyrir þeim rétti sínum. Það eru sem betur fer mannverur hér á jörðu sem skilja það og vinna að því. Hin mikilvægu stóru dýr eru í útrýmingarhættu og það eru ungmenni sem eru meðvituð um það að vilja frekar annaðhvort ættleiða eða lenda hjálparhönd án þess að fjölga mannverum á jörðu. Jörðin þarf í raun ekki fleiri, en þarf að nú sé farið að hugsa á annan hátt um hvar á jörðu sé þörf fyrir fleiri mannverum. Það er heill hellingur af auka mannverum í mörgum þriðja heims löndum og börnum sem eru munaðarlaus. Það krefst heilmikilla viðhorfsbreytinga í þeim sem eru bara vanir einu þjóðerni og einum húðlit. Einstaklingar sem eru ekki hrifnir af hugsun um húðlitar blöndu. Það er ansi mikil hræsni að þola ekki einstaklinga með öðruvísi lita húð. Þegar svo margir sem hafa fæðst með hvíta húð, fara til sólarlanda til að frá brúna húð sjálf. Alla vega um tíma. En eiga svo erfitt með að hafa einstaklinga með aðra húðliti í kring um sig. Ég sé að nokkur þeirra sem eru á landinu búa við það sem ég hef komið upp með orðið: „Húðlitar fóbíu yfir“. Þau eru öll mannverur sama hvernig þau séu á litinn og eiga rétt á að upplifa að vera séð sem einn af þeim sem voru þar áður. Nýir þegnar þurfa að fá langtíma uppbyggingu í málinu Sem dæmi um það þegar einstaklingar frá öðrum þjóðum og siðum og matarvenjum flytja til nýs lands verður meiri fjölbreytni í því. Það gerðist hér þegar Breska fæðan var þá ansi einhliða. En Ítalir, Grikkir, Spánverjar og fólk frá Miðaustur löndum, Afríku og Asíu löndum bættu sinni færni í að elda þann mat sem þau höfðu vanist, og lært að elda við það sem hafði verið í boði. Svo nú hafa allir aðgang að öllu í veitingahúsum hér í Ástralíu. En ég hef ekki rekist á að neinn hafi boðið upp á norræna fæðu hér og hákarl eða hrússaðir hrútspungar hafa ekki verið í boði, hvað þá kleinur eða ástarpungar. Blóðmör eða lifrarpylsa eru ekki heldur á boðstólum svo að ég hafi heyrt. Ég sé það að fá mannverur frá öðrum löndum inn í samfélag sem hafði verið mest það sama um aldir, fái þá oftast gagnlega upplyftingu frá þeim: Sem eru eins og sagt var í þá daga: Ekki „Frá sama sauðahúsi“ og bera með sér nýtt andrúmsloft og sýn á tilveruna. Sýn sem sé ekki endilega nein gjörbylting, en meira eins jurtir og krydd í dæmið, sem þjóðin verður svo vön með tímanum. Það gerðist í Ástralíu og veitti tilbreytingu með mörgum góðum nýjum hugmyndum. Ég man líka eftir þessum orðum vera sögð þegar ég var ung: Tilbreytnin gleður. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var svo sorglegt að lesa reynslu kvenna frá Ghana um upplifun þeirra á viðhorfum til sín vegna húðlitar. Þær eru jafnmikilvægar mannverur og hver önnur og þetta með húðlitar fóbíu þarf að enda í heiminum. Jörðin er jafnstór og hún var. En möguleikar til að sjá og upplifa meira af heiminum eru mun meiri og auðveldari, en var fyrr á tímum. Ég sé að það eru einstaklingar hvaðan æva að sem hafa orðið ástfangnir af landinu. Það er hugsanlegt að það hafi meira að gera við sálarþörfina fyrir sálar reynslu safnið að upplifa og læra að lifa í slíku umhverfi, frekar en það sé veðrið sem heilli. Fyrir þau er svo mikilvægt að læra málið. Ég skil mikilvægi þess vel að ná að geta talað við þau sem hafa búið í landinu í langan tíma og koma frá þeim sem námu landið. Fyrir mig sem hef búið í enskumælandi landi öll þessi ár og var sæmilega mellufær í því þegar ég kom hingað, eins og sagt var í þá daga. Og þó að ég sé almennt ansi góð í málinu, eru enn orð sem tungan nær ekki réttu hljóði fyrir. Það segir mér að það er mun meira falið í að verða góður að tala það mál. Það er ekki alltaf nóg að kunna orðin sem á við um hvaða mál sem það væri, sem manneskja kemur til á jörðu. Hljóð stafa á hverju máli, þó að þau líti eins út á blaði. Hljóma ekki eins í neinum tveim tungumálum. Hér í Ástralíu voru frí námskeið í töluðu máli, þegar ég kom hingað árið 1987. Og var ég heilluð af tónheyrn kennarans. Hún hafði heyrn sem var einstök. Hún hváði aldrei við neinn af þeim rúmlega tuttugu einstaklingum frá jafnmörgum málum og hljóðum sem voru í stofunni. Enginn þurfti að endurtaka orð sín. Íslensk stjórnvöld þurfa að setja slíkt upp. Ef þau vilja að þeir sem þau ákveði að vera tilbúin og viljug til að taka inn í landið, nái að verða alvöru hluti af samfélaginu. Hér hef ég auðvitað líka heyrt hreim næstum allra tungumála jarðar. Og séð alla tóna húðlita sem skaparinn gaf mannverum fyrir það umhverfi sem hópurinn kom til á jörðu varðandi magn sólar og annarra atriða þar. Hversu marga getur hvert land tekið svo að vel sé? Svo er það þetta með þörf fyrir fjölgun Ég skil þau vel á Íslandi sem telja að það þurfi að fara varlega í að taka við innflytjendum hvort sem þau eru flóttafólk, eða einstaklingar að velja landið af öðrum ástæðum. Af því að landið er lítið, og hnattstaða þess er ekki væn fyrir að skapa alla þá fæðu sem mannverur þurfa að borða til að nærast á, á landinu. Svo að þá verður að flytja það inn frá þeim löndum sem rækta og búa til meira, en þjóðin á staðnum þarf að halda í. Sá veruleiki skapar sitt vandamál. Ef stjórnvöld vilja fjölgun eru fæðingar ungbarna ekki eina lausnin. Ég sé að sumir stjórnmálamenn heims og á Íslandi telja að konur séu ekki eins frjóar í dag, af því að það eru ekki eins mörg börn að fæðast. Það að þeir tali þannig, sýnir að þeir séu úr tengslum við veruleika nútímans. Og þá staðreynd að það eru of margar mannverur hér á jörðu núna. Það er sérkennilegt viðhorf. Af því að konur hafa haft aðgang að getnaðarvörnum og svo þungunarrofi í mörg ár. Þær skilja lífið betur og hvað þær vilja og eigi að gera við líf sitt, en margar konur fyrri kynslóða. Og þá í heimi þar sem svo mikið meira er í boði, en var fyrir formæður þeirra. Þær bíða líka eftir að finna innan frá hvort að barneignir verði hluti af lífi þeirra eða ekki. Konur sem gátu sjaldan ráðið yfir getnuðum og urðu að láta líkamann sjá um hvað hann gæti skapað frá kynmökum við maka þegar hann var til staðar. Margar þeirra myndu hafa viljað fæða færri börn. Og hafa auðveldara líf. Konur í dag sjá að það eru svo margskonar tækifæri fyrir líf sitt til að njóta hæfileika sinna. Ég vissi samt um tvær konur sem höfðu fæðst árin 1890 og þar um kring sem hafði tekist að hafa stjórn á þessu, og menn þeirra verið tillitsemir. Svo að þau fengu bara fimm börn hver. Þegar foreldrar þeirra höfðu neyðst til að reyna að afla lífsviðurværis handa tíu til tuttugu börnum sínum en neyðst til að senda þau hingað og þangað í fóstur vegna fátæktar. Fátækt sést því miður hjá fólki á landinu í dag. Það skapar áskorun um ný viðhorf til mannvera á jörðu. Og þörfina að hugsa upp á nýtt hvernig heilbrigðast væri að jafna offjölgun í sumum löndum við minni fjölgum í öðrum. Síðan er það staðreyndin að lífskjörin í dag bjóða ekki upp á að foreldri geti verið heima með börnum sínum fyrstu árin. Sem er vegna aukinnar dýrtíðar. Mun fleiri konur hafa menntun að baki sem þær vilja njóta að vinna við, og deila þekkingu sinni með heiminum. Það gæti kostað börnin þeirra vanrækslu. Það eru svo mörg atriði um að setja börn í heiminn. Veruleiki sem aldrei var talað um á mínum tíma. Viðhorfin voru þá eins og það væri skylda okkar,. á við sauðfé og kýr að við poppuðum þeim út á hverju ári. Og það án þess að hafa haft þá upplifun að þrá það innan frá í okkar eigin tíma. Unga kynslóðin er í raun að sýna hinar ýmsu afleiðingar af því. Ég þekki sjálf of vel afleiðingar slíkrar frekju. Og skildi dýpri kost þess allt of seint. Það á ekki að segja neinni konu að hún verði, eða eigi að eignast börn.. Mæðra þráin kemur að innan þegar það gerist, ef það gerist. Ísland er eitt af ótal löndum heims en minna en önnur Svo er það hin nýja meðvitund um breytt ástand jarðar sem sé að hlýna. Svo eru það auknar steinsteypu-væðingar víða um heim sem eru að smá drepa mikilvægar verur sýnilegar eins og stærri dýr og svo skordýr ofan á og undir grasi og jarðvegi. Ótal dýr eru í útrýmingarhættu vegna ójafnvægisins á milli mannfjölda og þess að virða ekki að dýrin eru á jörðu af ástæðu og í tilgangi. Tilgangi sem við mannverur náum ekki endilega að skilja allt af. En þau hafa samt tilgang og rétt þó að þau séu því miður ekki fær um að berjast fyrir þeim rétti sínum. Það eru sem betur fer mannverur hér á jörðu sem skilja það og vinna að því. Hin mikilvægu stóru dýr eru í útrýmingarhættu og það eru ungmenni sem eru meðvituð um það að vilja frekar annaðhvort ættleiða eða lenda hjálparhönd án þess að fjölga mannverum á jörðu. Jörðin þarf í raun ekki fleiri, en þarf að nú sé farið að hugsa á annan hátt um hvar á jörðu sé þörf fyrir fleiri mannverum. Það er heill hellingur af auka mannverum í mörgum þriðja heims löndum og börnum sem eru munaðarlaus. Það krefst heilmikilla viðhorfsbreytinga í þeim sem eru bara vanir einu þjóðerni og einum húðlit. Einstaklingar sem eru ekki hrifnir af hugsun um húðlitar blöndu. Það er ansi mikil hræsni að þola ekki einstaklinga með öðruvísi lita húð. Þegar svo margir sem hafa fæðst með hvíta húð, fara til sólarlanda til að frá brúna húð sjálf. Alla vega um tíma. En eiga svo erfitt með að hafa einstaklinga með aðra húðliti í kring um sig. Ég sé að nokkur þeirra sem eru á landinu búa við það sem ég hef komið upp með orðið: „Húðlitar fóbíu yfir“. Þau eru öll mannverur sama hvernig þau séu á litinn og eiga rétt á að upplifa að vera séð sem einn af þeim sem voru þar áður. Nýir þegnar þurfa að fá langtíma uppbyggingu í málinu Sem dæmi um það þegar einstaklingar frá öðrum þjóðum og siðum og matarvenjum flytja til nýs lands verður meiri fjölbreytni í því. Það gerðist hér þegar Breska fæðan var þá ansi einhliða. En Ítalir, Grikkir, Spánverjar og fólk frá Miðaustur löndum, Afríku og Asíu löndum bættu sinni færni í að elda þann mat sem þau höfðu vanist, og lært að elda við það sem hafði verið í boði. Svo nú hafa allir aðgang að öllu í veitingahúsum hér í Ástralíu. En ég hef ekki rekist á að neinn hafi boðið upp á norræna fæðu hér og hákarl eða hrússaðir hrútspungar hafa ekki verið í boði, hvað þá kleinur eða ástarpungar. Blóðmör eða lifrarpylsa eru ekki heldur á boðstólum svo að ég hafi heyrt. Ég sé það að fá mannverur frá öðrum löndum inn í samfélag sem hafði verið mest það sama um aldir, fái þá oftast gagnlega upplyftingu frá þeim: Sem eru eins og sagt var í þá daga: Ekki „Frá sama sauðahúsi“ og bera með sér nýtt andrúmsloft og sýn á tilveruna. Sýn sem sé ekki endilega nein gjörbylting, en meira eins jurtir og krydd í dæmið, sem þjóðin verður svo vön með tímanum. Það gerðist í Ástralíu og veitti tilbreytingu með mörgum góðum nýjum hugmyndum. Ég man líka eftir þessum orðum vera sögð þegar ég var ung: Tilbreytnin gleður. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar