Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 27. nóvember 2024 17:00 Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun