Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:22 Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun