Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2024 07:12 Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun