Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar 4. desember 2024 07:34 Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Jólaskraut Jól Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar