Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Jón Þór Stefánsson skrifar 4. desember 2024 16:11 Steina Árnadóttir var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað. Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað.
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24