Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:03 3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar