Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 07:02 Kristján Markús Sívarsson hefur sagt að rannsókn lögreglu í málinu sé ósanngjörn. Vísir Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Kristján Markús var í lok nóvember úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember næstkomandi vegna málsins. Kristján Markús hefur sjö sinnum hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, nú síðast í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Þá eru fleiri mál honum tengd á borði lögreglu þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot, frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, fjárkúgun, rán og fíkniefnalagabrot. Hafði aldrei séð aðra eins áverka Lögreglu barst tilkynning um málið, sem Kristján er nú grunaður í, um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var kona komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Áverkar á líkama konunnar munu hafa verið mjög miklir. Að sögn lýtalæknis litu sár hennar út fyrir að hún hefði verið slegin með hamri, en hún var með að minnsta kosti eitt brotið rifbein. Í bráðamóttökuskrá sagði að konan hefði verið öll úti í marblettum og skurðum. Í úrskurði héraðsdóms má finna eftirfarandi lýsingu sem vísar í umrædda skrá: „Á andliti sé hún marin í kringum báðar augnumgjörðir, á ennisblaði og við vinstra eyra. Hún sé með þriggja sentímetra skurð á milli augabrúna. Djúpa hringlaga skurði á vinstri framhandlegg og vinstra læri. Báðir fótleggir séu með misstóra marbletti um alla leggi. Yfirborðsskurðir séu á báðum leggjum og grynnri rispur einnig. Hægri hendi sé mjög bólgin og fjólublátt mar sé yfir alla hendina“ Konan kom á Bráðamóttökuna þann 10. nóvember síðastliðinn.Vísir/Vilhelm Einnig er vísað í bráðabirgðaskýrslu réttarlæknis, en í henni segir að konan hafi verið með áverka eftir högg eða slög með hörðum áhöldum. Áverkarnir hafi að mestu leyti verið „ferskir eða allt að nokkurra daga gamlir.“ Mjög líklegt væri að annar einstaklingur hefði veitt henni þessa áverka, mögulega með höggum, hnúum, spörkum eða áhaldi. Búin að vera hjá honum í mánuð Að kvöldi dagsins sem konan kom á bráðamóttökuna var tekin skýrsla af henni. Þar greindi hún frá miklu ofbeldi af hálfu Kristjáns, og að það hefði staðið yfir í nokkurn tíma. Hún sagði hann hafa lamið hana með járnröri, spýtu og hleðslutæki, stungið með nál og skorið hana í fótleggina með hníf. Þremur dögum seinna var tekin önnur skýrsla af henni, en þar sagðist hún hafa verið hjá Kristjáni í um það bil mánuð, og að ofbeldið hafi staðið yfir í um helminginn af þeim tíma. Hún sagði megnið af áverkunum þó hafa komið dagana áður en hún fór á sjúkrahúsið. Jafnframt sagði hún að hann hefði brennt hana með sígarettu og brotið í henni tennurnar með kveikjara. Hún sagðist hafa farið til tannlæknis vegna þess einhverjum dögum áður en hún fór á sjúkrahúsið. Konan sagðist hafa verið í mikilli neyslu á meðan hún dvaldi hjá Kristjáni. Neitar sök Daginn eftir að konan fór á bráðamóttökuna tók lögregla skýrslu af Kristjáni. Hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa þekkt konuna í um það bil mánuð og hún ætti það til að fá gistingu hjá honum. Hann sagðist hafa tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Heyrðu öskur í fimm til sex daga Lögreglan hefur tekið skýrslur af nágrönnum Kristjáns. Ein kona sagðist hafa heyrt mikil öskur frá honum og konu á fimm til sex daga tímabili. Hún hafi heyrt rifrildi, og hjálparöskur frá konunni sem hafi bæði öskrað á hjálp og beðið hann að hætta. Konan sagðist líka hafa orðið vör við ofbeldi Kristjáns í garð konunnar fyrir utan heimil hans. Þá hafi hann kýlt hana í andlitið og hendur. Annað vitni sagðist líka hafa heyrt mikil öskur fimm til sex dögum áður en konan fór á sjúkrahús. Það vitni sagðist ekki hafa greint orðaskil. Daginn áður en konan fór á sjúkrahús hafi hann séð konuna sem hafi verið með mar og sár í andlitinu. Hissa á framburði nágrannana Kristján var spurður út í framburð vitnanna í þessari fyrstu skýrslutöku og sagðist hissa og ítrekaði að hann hefði aldrei beitt konuna ofbeldi. Í annarri skýrslutöku sem var tekin fjórum dögum seinna neitaði hann aftur að hafa beitt konuna ofbeldi, en gat ekki útskýrt lætin sem nágrannar hans höfðu lýst, né framburði vitnisins sem sagðist hafa orðið vitni að ofbeldi hans. Miklar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Líkt og áður segir hefur Kristján Markús verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann sé grunaður um stórfellda líkamsárás, brot á annarri málsgrein 218. grein almennrar hegningarlaga sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Fram kemur að áhættumat hafi verið gert á honum þar sem fimmtán af tuttugu áhættuþáttum eru metnir vera til staðar. Niðurstöður matsins benda til þess að mjög mikil áhætta sé af almennri ofbeldishegðun hans. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald KristjánsVísir/Vilhelm Talið er líklegt að Kristján muni sýna af sér samskonar ofbeldishegðun og hann er þegar talinn hafa gert, með miklum líkum á lífshættulegu ofbeldi. Líklegir þolendur þessa ofbeldis væru margir, en konan væri í sérstaklega mikilli hættu. Sagði rannsóknina ósanngjarna Haft er eftir lögreglunni að hún telji Kristján ekki veigra sér við því að fremja ítrekuð og alvarleg ofbeldisbrot gegn samborgurum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu. Með því stofni hann lífi og heilsu fólks í hættu. Þá segir líka að meint brot hans séu talin hafa verið framin af litlu eða engu tilefni, en ásetningur hans hafi verið beinn, en það megi sjá af áverkum á líkama konunnar. Því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Kristján mótmælti kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Hann sagði rannsókn málsins ósanngjarna, en hún væri smituð af öðrum málum sem lögreglan sé með til rannsóknar. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið og Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn „Leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig“ Árið 2021 hóf Kristján Markús veðlánastarfsemi og veitti Vísi viðtal af því tilefni. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ sagði Kristján. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Kristján Markús var í lok nóvember úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember næstkomandi vegna málsins. Kristján Markús hefur sjö sinnum hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, nú síðast í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Þá eru fleiri mál honum tengd á borði lögreglu þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot, frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, fjárkúgun, rán og fíkniefnalagabrot. Hafði aldrei séð aðra eins áverka Lögreglu barst tilkynning um málið, sem Kristján er nú grunaður í, um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var kona komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Áverkar á líkama konunnar munu hafa verið mjög miklir. Að sögn lýtalæknis litu sár hennar út fyrir að hún hefði verið slegin með hamri, en hún var með að minnsta kosti eitt brotið rifbein. Í bráðamóttökuskrá sagði að konan hefði verið öll úti í marblettum og skurðum. Í úrskurði héraðsdóms má finna eftirfarandi lýsingu sem vísar í umrædda skrá: „Á andliti sé hún marin í kringum báðar augnumgjörðir, á ennisblaði og við vinstra eyra. Hún sé með þriggja sentímetra skurð á milli augabrúna. Djúpa hringlaga skurði á vinstri framhandlegg og vinstra læri. Báðir fótleggir séu með misstóra marbletti um alla leggi. Yfirborðsskurðir séu á báðum leggjum og grynnri rispur einnig. Hægri hendi sé mjög bólgin og fjólublátt mar sé yfir alla hendina“ Konan kom á Bráðamóttökuna þann 10. nóvember síðastliðinn.Vísir/Vilhelm Einnig er vísað í bráðabirgðaskýrslu réttarlæknis, en í henni segir að konan hafi verið með áverka eftir högg eða slög með hörðum áhöldum. Áverkarnir hafi að mestu leyti verið „ferskir eða allt að nokkurra daga gamlir.“ Mjög líklegt væri að annar einstaklingur hefði veitt henni þessa áverka, mögulega með höggum, hnúum, spörkum eða áhaldi. Búin að vera hjá honum í mánuð Að kvöldi dagsins sem konan kom á bráðamóttökuna var tekin skýrsla af henni. Þar greindi hún frá miklu ofbeldi af hálfu Kristjáns, og að það hefði staðið yfir í nokkurn tíma. Hún sagði hann hafa lamið hana með járnröri, spýtu og hleðslutæki, stungið með nál og skorið hana í fótleggina með hníf. Þremur dögum seinna var tekin önnur skýrsla af henni, en þar sagðist hún hafa verið hjá Kristjáni í um það bil mánuð, og að ofbeldið hafi staðið yfir í um helminginn af þeim tíma. Hún sagði megnið af áverkunum þó hafa komið dagana áður en hún fór á sjúkrahúsið. Jafnframt sagði hún að hann hefði brennt hana með sígarettu og brotið í henni tennurnar með kveikjara. Hún sagðist hafa farið til tannlæknis vegna þess einhverjum dögum áður en hún fór á sjúkrahúsið. Konan sagðist hafa verið í mikilli neyslu á meðan hún dvaldi hjá Kristjáni. Neitar sök Daginn eftir að konan fór á bráðamóttökuna tók lögregla skýrslu af Kristjáni. Hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa þekkt konuna í um það bil mánuð og hún ætti það til að fá gistingu hjá honum. Hann sagðist hafa tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Heyrðu öskur í fimm til sex daga Lögreglan hefur tekið skýrslur af nágrönnum Kristjáns. Ein kona sagðist hafa heyrt mikil öskur frá honum og konu á fimm til sex daga tímabili. Hún hafi heyrt rifrildi, og hjálparöskur frá konunni sem hafi bæði öskrað á hjálp og beðið hann að hætta. Konan sagðist líka hafa orðið vör við ofbeldi Kristjáns í garð konunnar fyrir utan heimil hans. Þá hafi hann kýlt hana í andlitið og hendur. Annað vitni sagðist líka hafa heyrt mikil öskur fimm til sex dögum áður en konan fór á sjúkrahús. Það vitni sagðist ekki hafa greint orðaskil. Daginn áður en konan fór á sjúkrahús hafi hann séð konuna sem hafi verið með mar og sár í andlitinu. Hissa á framburði nágrannana Kristján var spurður út í framburð vitnanna í þessari fyrstu skýrslutöku og sagðist hissa og ítrekaði að hann hefði aldrei beitt konuna ofbeldi. Í annarri skýrslutöku sem var tekin fjórum dögum seinna neitaði hann aftur að hafa beitt konuna ofbeldi, en gat ekki útskýrt lætin sem nágrannar hans höfðu lýst, né framburði vitnisins sem sagðist hafa orðið vitni að ofbeldi hans. Miklar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Líkt og áður segir hefur Kristján Markús verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann sé grunaður um stórfellda líkamsárás, brot á annarri málsgrein 218. grein almennrar hegningarlaga sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Fram kemur að áhættumat hafi verið gert á honum þar sem fimmtán af tuttugu áhættuþáttum eru metnir vera til staðar. Niðurstöður matsins benda til þess að mjög mikil áhætta sé af almennri ofbeldishegðun hans. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald KristjánsVísir/Vilhelm Talið er líklegt að Kristján muni sýna af sér samskonar ofbeldishegðun og hann er þegar talinn hafa gert, með miklum líkum á lífshættulegu ofbeldi. Líklegir þolendur þessa ofbeldis væru margir, en konan væri í sérstaklega mikilli hættu. Sagði rannsóknina ósanngjarna Haft er eftir lögreglunni að hún telji Kristján ekki veigra sér við því að fremja ítrekuð og alvarleg ofbeldisbrot gegn samborgurum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu. Með því stofni hann lífi og heilsu fólks í hættu. Þá segir líka að meint brot hans séu talin hafa verið framin af litlu eða engu tilefni, en ásetningur hans hafi verið beinn, en það megi sjá af áverkum á líkama konunnar. Því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Kristján mótmælti kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Hann sagði rannsókn málsins ósanngjarna, en hún væri smituð af öðrum málum sem lögreglan sé með til rannsóknar. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið og Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn „Leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig“ Árið 2021 hóf Kristján Markús veðlánastarfsemi og veitti Vísi viðtal af því tilefni. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ sagði Kristján. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent