Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar 6. desember 2024 16:32 Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun