Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli S. Ólafsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun