Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 9. desember 2024 11:02 Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Nótt Thorberg Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun