Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Konan var ekin niður á bílastæði skólans. Myndin er úr safni. Getty Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar. Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar.
Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira