Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 08:10 Uppreisnarmenn kveiktu í miklu magni af Captagon sem fannst á Masseh herflugvellinum í Damaskus. Getty/Anadolu/Emin Sansar Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad. Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad.
Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira