Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 14:14 Arion banki og Alvotech hafa tekið hvetningu Einars til greinar. Benedikt Gíslason, til vinstri, er bankastjóri Arion banka og Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. vísir Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00