Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 20:44 Líf hefur sínar efasemdir fyrirtækjaleikskólana. vísir/vilhelm Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“ Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira