Nauðsynlegt og löngu tímabært Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 08:00 Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, með vinnuvélarnar kærkomnu í bakgrunn. Vísir/Einar Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið. „Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira