Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 07:32 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard eru aðalmennirnir í Milwaukee Bucks. Getty/Ethan Miller Hver einasti leikmaður Milwaukee Bucks er rúmum 70 milljónum króna ríkari eftir að liðið vann Oklahoma City Thunder af öryggi í úrslitaleik NBA-deildarbikarsins í nótt, 97-81. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 NBA Körfubolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024
NBA Körfubolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti