Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 12:17 Gagnrýnið bréf Evrópuþingmanna er stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA. Vísir/EPA Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða. FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti. Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti.
Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira