Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2024 14:33 Rashad Sweeting stal senunni í Ally Pally í gær. getty/Steven Paston Þrátt fyrir að Rashad Sweeting hafi tapað fyrir Jeffrey De Graaf á HM í pílukasti í gær er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn hjá áhorfendum í Alexandra höllinni í London. Sweeting varð í gær fyrsti keppandinn frá Bahaeyjum til að taka þátt á HM. Hann gekk inn í Alexandra höllina á meðan lagið „I'm a Bahamian (That's What I Like)“ með Nakhaz hljómaði. Sweeting var þó eitthvað áttavilltur í Ally Pally því hann villtist á leið sinni upp á sviðið. Starfsmaður vísaði honum síðan á réttan stað. Þegar uppi á sviðið var komið sýndi Sweeting góða takta. Hann vann fyrsta settið og fékk gott tækifæri til að vinna annað settið. Sweeting tapaði því hins vegar, 3-2. Hann náði þó 180 í oddaleggnum og fagnaði eins og Cole Palmer, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna kom í ljós að hann hafði orðið við ósk aðdáanda um að nota fagnið. First 180 on the World Champs stage followed by the Cold Palmer celebration 🧊😂Who cares if it leaves double seven... An Ally Pally legend is born in Rashad Sweeting 🇧🇸👏 pic.twitter.com/1DPynnbfps— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2024 Eftir þessa góðu byrjun Sweetings reyndist hinn sænski De Graaf sterkari og vann leikinn, 3-1. Sweeting fangaði samt hug og hjörtu áhorfenda í Ally Pally sem vonast væntanlega til að sjá hann aftur á stóra sviðinu að ári. Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Sweeting varð í gær fyrsti keppandinn frá Bahaeyjum til að taka þátt á HM. Hann gekk inn í Alexandra höllina á meðan lagið „I'm a Bahamian (That's What I Like)“ með Nakhaz hljómaði. Sweeting var þó eitthvað áttavilltur í Ally Pally því hann villtist á leið sinni upp á sviðið. Starfsmaður vísaði honum síðan á réttan stað. Þegar uppi á sviðið var komið sýndi Sweeting góða takta. Hann vann fyrsta settið og fékk gott tækifæri til að vinna annað settið. Sweeting tapaði því hins vegar, 3-2. Hann náði þó 180 í oddaleggnum og fagnaði eins og Cole Palmer, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna kom í ljós að hann hafði orðið við ósk aðdáanda um að nota fagnið. First 180 on the World Champs stage followed by the Cold Palmer celebration 🧊😂Who cares if it leaves double seven... An Ally Pally legend is born in Rashad Sweeting 🇧🇸👏 pic.twitter.com/1DPynnbfps— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2024 Eftir þessa góðu byrjun Sweetings reyndist hinn sænski De Graaf sterkari og vann leikinn, 3-1. Sweeting fangaði samt hug og hjörtu áhorfenda í Ally Pally sem vonast væntanlega til að sjá hann aftur á stóra sviðinu að ári.
Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum